Francois Hollande, forseti Frakklands, mun heimsækja Ísland í október næstkomandi í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Mun Hollande setja ráðstefnu hringborðs norðurslóða. Ólafur Ragnar er nú staddur í Frakklandi þar sem hann ræddi við Hollande um mikilvægi loftslagsmála og rannsóknir á bráðnun jökla.
Sagt er frá fyrirhugaðri heimsókn Hollande til Íslands í tilkynningu frá frönsku forsetaskrifstofunni. Er þar meðal annars tilgreint að stærstur hluti þeirrar orku sem hér er notuð sé framleiddur með endurvinnanlegum orkugjöfum.