Frakklandsforseti á leið til Íslands

Francois Hollande og Ólafur Ragnar Grímsson hittust í Frakklandi í …
Francois Hollande og Ólafur Ragnar Grímsson hittust í Frakklandi í dag. Hollande er væntanlegur til Íslands í október. AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, mun heimsækja Ísland í október næstkomandi í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Mun Hollande setja ráðstefnu hringborðs norðurslóða. Ólafur Ragnar er nú staddur í Frakklandi þar sem hann ræddi við Hollande um mikilvægi loftslagsmála og rannsóknir á bráðnun jökla.

Sagt er frá fyrirhugaðri heimsókn Hollande til Íslands í tilkynningu frá frönsku forsetaskrifstofunni. Er þar meðal annars tilgreint að stærstur hluti þeirrar orku sem hér er notuð sé framleiddur með endurvinnanlegum orkugjöfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert