Gagnrýndu hækkun stjórnarlauna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Göran Persson voru ræðumenn á aðalfundi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Göran Persson voru ræðumenn á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, gagnrýndu báðir þær launahækkanir sem samþykktar hafa verið á vettvangi fyrirtækja að undanförnu, í ræðum sem þeir fluttu á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í gær.

Björgólfur sagði ekkert svigrúm til þess að hækka launakjör stjórnenda og stjórna á þessum tímapunkti og að þeir hópar þyrftu að sýna ábyrgð eins og aðrir, að því er fram kemur í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Forsætisráðherra sagði að tugprósenta hækkun stjórnarlauna væri „kolröng og óábyrg skilaboð inn í samfélagið á þessum tíma“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert