Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá

Hraðvagnar og léttlestir eru komnar á dagskrá eftir að samningur …
Hraðvagnar og léttlestir eru komnar á dagskrá eftir að samningur milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar var undirritaður í morgun. Hér sést sporvagn í Prag. Ómar Óskarsson

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og Vega­gerðin skrifuðu í morg­un und­ir sam­komu­lag um nán­ara sam­starf en áður um þróun sam­göngu­kerfa á höfuðborga­svæðinu. Með sam­komu­lag­inu eru hraðvagn­ar og létt­lest­ir komn­ar á dag­skrá, að því er seg­ir í viku­leg­um pósti Dags B. Eggerts­son­ar, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur.

Seg­ir Dag­ur í bréf­inu að komið sé að því að huga að af­kasta­meiri al­menn­ings­sam­göng­um, enda séu ákveðnar leiðir í strætó­kerf­inu að springa. Seg­ir hann sam­komu­lagið mik­il­vægt skref, en með því muni Vega­gerðin koma nán­ar að borðinu í stefnu­mörk­un og mörgu fleiru sem til framtíðar horf­ir í sam­göngu­mál­um höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Grunn­ur sam­komu­lags­ins er nýtt svæðis­skipu­lag höfuðborg­ar­svæðis­ins, en það fel­ur í sér þétt­ingu byggðar kring­um kjarna sem þjónað er af af­kasta­meiri al­menn­ings­sam­göng­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert