Virðir ákvörðun Rannveigar Rist

Kristján Loftsson.
Kristján Loftsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég virði ákvörðun Rannveigar, hún ræður þessu alveg sjálf. Þetta hefur engin áhrif á okkar samvinnu.“

Þetta segir Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, í Morgunblaðinu í dag um þá ákvörðun Rannveigar Rist, stjórnarmanns í HB Granda, að þiggja ekki 33% hækkun fyrirtækisins á stjórnarmenn.

Rannveig segir í yfirlýsingu að þrátt fyrir hækkunina sé þóknun stjórnarmanna hjá HB Granda lág. „Eftir á að hyggja er hækkunin á milli ára hins vegar úr takti við stöðu kjaramála á Íslandi.“ Spurður segist Kristján ekki ætla að fara að dæmi Rannveigar.

Frétt mbl.is: Rannveig þiggur ekki hækkunina

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert