Mikil aukning í tónleikaferðum

Um 200 Íslendingar eru á leið á tónleika Bono og …
Um 200 Íslendingar eru á leið á tónleika Bono og félaga í U2 í Lundúnum í október. TIM WIMBORNE

Gríðarleg aukn­ing hef­ur orðið í tón­leika­ferðum til út­landa síðustu tvö árin. Þetta seg­ir Þór Bær­ing Ólafs­son hjá ferðaskrif­stof­unni Gam­an ferðum sem er mjög af­kasta­mik­il á þessu sviði ferðalaga.

Spurður hvað valdi þessu nefn­ir Þór upp­safnaða þörf lands­manna til að ferðast til út­landa og vax­andi áhuga á því að slá tvær flug­ur í einu höggi, það er að ferðast og gera eitt­hvað ógleym­an­legt í leiðinni, eins og að fara á tón­leika með upp­á­halds­tón­list­ar­mann­in­um sín­um.

Fjöl­marg­ar tón­leika­ferðir eru á döf­inni hjá Gam­an ferðum á kom­andi mánuðum. Má þar nefna tón­leika með Paul McCart­ney, Take That, Foo Fig­hters, Fleetwood Mac, One Directi­on, Ed Sheer­an, AC/​DC, Madonnu og U2. All­ir koma þess­ir lista­menn fram í O2-höll­inni í Lund­ún­um.

Þór seg­ir alla ald­urs­hópa sækja í tón­leika­ferðir. Allt frá börn­um upp í elli­líf­eyr­isþega. „Það var einn að spyrj­ast fyr­ir um miða á Fleetwood Mac hjá okk­ur um dag­inn. Hann kvaðst hafa sett sér ákveðin mark­mið þegar hann varð sjö­tug­ur, eitt af þeim var að sjá Fleetwood Mac á sviði,“ seg­ir Þór.

Nán­ar er fjallað um tón­leika­ferðir Íslend­inga í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert