Stórhættulegt fyrir hjólreiðafólk

Hjólreiðafólk er í mikilli hættu vegna slæms ástands á vegum …
Hjólreiðafólk er í mikilli hættu vegna slæms ástands á vegum borgarinnar. Morgunblaðið/Ómar

Það eru ekki bara ökumenn sem verða fyrir óþægindum og lenda í hættu vegna ástand gatnakerfisins. Ástandið er ekki síður slæmt fyrir hjólreiðamenn og í raun eru hjól  mun viðkvæmara fyrir holum í vegum en bílar. Þá getur slæmt ástand vega ekki síður verið hættulegt fyrir hjólreiðafólkið sjálft. Þetta segir Haukur Eggertsson, stjórnarmaður í landssamtökum hjólreiðamanna í samtali við mbl.is

Hjólreiðamenn geta stórslasast

Haukur segir að það sé mikið hagsmunamál allra vegfarenda að vegir séu í viðunnandi ástandi. Hjólreiðafólk sé þar engin undantekning, enda eigi reiðhjól heima á götum þar sem ekki séu sérstakir hjólastígar fyrir hendi. Segir hann þetta ekki einungis mál sem snerti bifreiðaeigendur, heldur geti gjarðir og dekk auðveldlega skemmst á hjólum sem fari í slíkar holur.

„Þá getur hjólreiðamaðurinn líka stórslasast og bíllinn fyrir aftan jafnvel keyrt yfir hann,“ segir Haukur um hættuna fyrir hjólreiðafólk. Hann segir holur sem séu í kringum gatnamót vera þau hættulegustu, en í mörgum tilfellum sjái hjólreiðafólk þær ekki fyrr en allt of seint. Holur sem hægt sé að sjá með smá fyrirvara bjóði allavega upp á að hjólreiðamaðurinn víki sér undan.

Eru oft á 50 kílómetra hraða

Hjólafólk er oft á tíðum á talsverðum hraða í umferðinni og því getur fall af hjóli valdið miklum meiðslum. Bendir Haukur á að þar sem Reykjavík sé hvorki flöt né algengt að hér sé logn þá geti hjólreiðamaður auðveldlega náð yfir 50 kílómetra hraða á klukkustund á leið niður brekku með smá meðvind, þrátt fyrir að reyna of mikið á sig.

Haukur hafði ekki heyrt af alvarlegum slysum enn sem komið er vegna ástandsins, en sagði að það byði hættunni heim.

Holan á Mýr­ar­götu í Reykja­vík.
Holan á Mýr­ar­götu í Reykja­vík. ljósmynd/Kári Þór Rúnarsson
Haukur Eggertsson
Haukur Eggertsson
Svona holur geta verið hættulegar fyrir bæði hjólafólk og bíla.
Svona holur geta verið hættulegar fyrir bæði hjólafólk og bíla. ljósmynd/Ása M. Ólafsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert