„Karlmannlegasta land í heimi“

Strokkur.
Strokkur. Elizabeth og Simeon Smith

Á ferðablogginu Stuck in Iceland lýsir Bretinn Simeon Smith ferð sinni og konu sinnar, Eliszabeth Smith um Ísland í síðasta mánuði.

„Ísland er án efa karlmannlegasta land í heimi,“ sagði hann í gríni við Elizabeth þegar þau sáu enn eitt fjallið teygja sig tignarlega til himins, horfandi yfir hraunbreiður og frosin stöðuvötn. „Hvað áttu við með því?“ spurði Elizabeth og ranghvolfdi augunum.

Elizabeth og Simeon Smith.
Elizabeth og Simeon Smith.

„Pældu aðeins í því. Hér er allt fullt af stuttum af mönnum með axir, allir eru kófskeggjaðir, viðhorf fólksins er 'hey, við búum kannski á risaeldfjalli sem gæti byrjað að gjósa á hverri mínútu, en hvað getum við gert í því?' og landslagið er grófgert, meitlað og staðfast.

Þó svo að þetta hafi verið hugsað sem brandari, þá segir Simeon að þessu gamni fylgi nokkur alvara. Náttúra Íslands er undraverð og fjölbreytileg, það eru að hans mati vissulega óeðlilega margar styttur af mönnum með axir víðsvegar um landið og fólkið sem landið byggir er notalegt, vingjarnalegt og afslappað.

Í færslunni, sem má lesa í heild á vefnum Stuck in Iceland, lýsir Simeon ferðalaginu á skemmtilegan hátt, þar sem hann lýsir meðal annars þegar þau upplifðu óþarflega margar árstíðir á mjög stuttum tíma, flugu á þyrlu yfir suðvesturhornið og margt fleira.

Hefðbundið íslenskt marsveður.
Hefðbundið íslenskt marsveður. Elizabeth og Simeon Smith
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert