„Karlmannlegasta land í heimi“

Strokkur.
Strokkur. Elizabeth og Simeon Smith

Á ferðablogg­inu Stuck in Ice­land lýs­ir Bret­inn Si­meon Smith ferð sinni og konu sinn­ar, El­isza­beth Smith um Ísland í síðasta mánuði.

„Ísland er án efa karl­mann­leg­asta land í heimi,“ sagði hann í gríni við El­iza­beth þegar þau sáu enn eitt fjallið teygja sig tign­ar­lega til him­ins, horf­andi yfir hraun­breiður og fros­in stöðuvötn. „Hvað áttu við með því?“ spurði El­iza­beth og rang­hvolfdi aug­un­um.

Elizabeth og Simeon Smith.
El­iza­beth og Si­meon Smith.

„Pældu aðeins í því. Hér er allt fullt af stutt­um af mönn­um með axir, all­ir eru kófskeggjaðir, viðhorf fólks­ins er 'hey, við búum kannski á risa­eld­fjalli sem gæti byrjað að gjósa á hverri mín­útu, en hvað get­um við gert í því?' og lands­lagið er gróf­gert, meitlað og staðfast.

Þó svo að þetta hafi verið hugsað sem brand­ari, þá seg­ir Si­meon að þessu gamni fylgi nokk­ur al­vara. Nátt­úra Íslands er undra­verð og fjöl­breyti­leg, það eru að hans mati vissu­lega óeðli­lega marg­ar stytt­ur af mönn­um með axir víðsveg­ar um landið og fólkið sem landið bygg­ir er nota­legt, vin­gjarna­legt og af­slappað.

Í færsl­unni, sem má lesa í heild á vefn­um Stuck in Ice­land, lýs­ir Si­meon ferðalag­inu á skemmti­leg­an hátt, þar sem hann lýs­ir meðal ann­ars þegar þau upp­lifðu óþarf­lega marg­ar árstíðir á mjög stutt­um tíma, flugu á þyrlu yfir suðvest­ur­hornið og margt fleira.

Hefðbundið íslenskt marsveður.
Hefðbundið ís­lenskt marsveður. El­iza­beth og Si­meon Smith
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka