Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, gagnrýnir Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambands Íslands, vegna ummæla hans á mbl.is fyrr í dag og segir að oft glymji hæst í tómri tunnu.
„Fólki er misboðið þetta skref HB Granda og það er ótrúlegt að fólk skuli vera að bjóða 3,5% hækkun til launafólks á sama tíma og verið er að hækka stjórnarlaun um 33%,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í viðtali við mbl.is í dag.
Kristján segir að Björn Snæbjörnsson hafi verið varaformaður stjórnar Stapa lífeyrissjóðs árið 2013.
Björn þáði 1.637 þúsund krónur í laun fyrir stjórnarsetu og setu í endurskoðunarnefnd samkvæmt ársreikningi Stapa lífeyrissjóðs 2013, segir Kristján og bætir við að Björn hafi áfram gegnt embætti varaformanns í stjórn Stapa í fyrra.
„Björn þáði laun fyrir stjórnarsetu 1.640.000,00 kr. Til viðbótar þáði hann laun fyrir setu í endurskoðunarnefnd 360.000,00 kr. samkvæmt ársreikningi Stapa lífeyrissjóðs 2014, sem hefur verið staðfestur af stjórn sjóðsins, en verður endanlega afgreiddur á ársfundi sjóðsins 29. apríl 2015, segir Kristján.
„Ég gef mér að laun fyrir endurskoðunarnefndina hafi verið þau sömu árin 2013 og 2014 eða 360.000,00, kr. segir Kristján.
Þá eru stjórnarlaun árið 2013 1.277.000,00 kr. en árið 2014 1.640.000,00 kr. eins og áður sagði. Þetta gerir hækkun um rúm 28% milli áranna 2013 og 2014, bætir Kristján við og er ósáttur við ummæli Björns varðandi hækkun stjórnarlauna HB Granda á milli ára.
„Þessi aðgerð efldi okkar fólk“