Almannatenglar veita ráð

Miklar annir eru framundan hjá ríkissáttasemjara.
Miklar annir eru framundan hjá ríkissáttasemjara. Morgunblaðið/Golli

Á bilinu fimm til tíu almannatenglaskrifstofur taka að sér eða hafa veitt ráðgjöf til verkalýðsfélaga vegna kjaradeilna. Þetta segir Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, en sjálfur veitir hann Starfsgreinasambandinu ráðgjöf í þeirri deilu sem nú stendur yfir.

Ráðgjöfin snýst að sögn Andrésar um að veita utanaðkomandi sjónarhorn á því hvernig almenningur upplifir kjaradeilur.

„Við veitum viðbrögð við hugmyndum verkalýðsfélaganna sem þau vilja koma á framfæri. Það getur verið frá því að vera texti í auglýsingar, tímasetningar á yfirlýsingum og yfir í að vera í bakgrunni eins og þjálfari,“ segir Andrés.

Flestir ráðið almannatengla

Fjögur af sex stærstu stéttarfélögunum, sem eiga í kjaraviðræðum þessa dagana, hafa ráðið almannatengla til ráðgjafar um það hvernig best sé að koma skilaboðum á framfæri við fjölmiðla. Sömu sögu er að segja af Samtökum atvinnulífsins sem sitja hinum megin samningaborðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert