Deildu um tilvitnun í landlækni

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tölu­verðar umræður sköpuðust um þingsköp á Alþingi í dag eft­ir að formaður vel­ferðar­nefnd­ar vitnaði til orða land­lækn­is á fundi henn­ar í morg­un í ræðu. Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, gerði at­huga­semd við það þar sem það bryti gegn þingsköp­um og trúnaði við gesti þing­nefnda.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, formaður vel­ferðar­nefnd­ar, vísaði til orða land­lækn­is um að verk­fall nokk­urra heil­brigðis­stétta nú væri erfiðara fyr­ir heil­brigðis­kerfið en lækna­verk­fallið þegar hún lagði fram spurn­ingu til heil­brigðisráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Eft­ir að ráðherr­ann hafði svarað fyr­ir­spurn henn­ar kom Ragn­heiður í pontu og gerði at­huga­semd við það að Sig­ríður Ingi­björg hefði vitnað til orða land­lækn­is af fundi vel­ferðar­nefnd­ar. Þetta væri skýrt brot á þing­skap­a­lög­um um að óheim­ilt sé að vitna til orða gesta á nefnd­ar­fund­um.

Sjálf taldi Sig­ríður Ingi­björg þetta óeðli­lega at­huga­semd og hafnaði því að hún hefði brotið trúnað við land­lækni. Hún hefði aðeins verið að vísa til ástands sem þegar væri þekkt. Nokkr­ir þing­menn tóku hins veg­ar til máls í kjöl­farið og ræddu það hvort eðli­legt hafi verið að vitna til orða gests á nefnd­ar­fundi.

Forn­fá­legt að hafa nefnd­ar­fundi lokaða

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, sagði að þing­skap­a­lög væru ekki skýr hvað þetta varðaði og hefð væri fyr­ir því að vitnað væri til þess sem kæmi fram á nefnd­ar­fund­um. Kallaði hann eft­ir því að þetta yrði skýrt í þingsköp­um og að þing­skapanefnd sinnti störf­um sín­um hvað þetta varðaði.

Sam­flokks­menn hans, Birgitta Jóns­dótt­ir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, lögðu áherslu á að nefnd­ar­fund­ir Alþing­is væru opn­ir og sagði Birgitta meðal ann­ars að óeðli­legt væri ef ekki væri vísað til orða land­lækn­is í máli sem þessu. Það væru forn­fá­leg vinnu­brögð að nefnd­ar­fund­ir væru lokaðir.

Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, sagði þingsköp nokkuð af­drátt­ar­laus um að bannað væri að vitna til orða gesta á nefnd­ar­fund­um Alþing­is. Engu að síður væri vitað af reynsl­unni að oft væri vitnað til skoðana ein­stakra gesta op­in­ber­lega, bæði í þing­ræðum og nefndarálit­um. Þing­menn virt­ust kalla eft­ir að inn­tak þing­skapa verði skýrt og sjálfsagt væri að fara yfir það.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert