Óþarft tap Seðlabankans

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Morgunblaðið/Ómar

Í grein sem Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or og um­sjón­ar­maður með rann­sókn­ar­verk­efni Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir fjár­málaráðuneytið um er­lenda áhrifaþætti ís­lenska banka­hruns­ins, skrif­ar í blaðið í dag bend­ir hann á að vegna mistaka Seðlabank­ans, und­ir stjórn Más Guðmunds­son­ar, við sölu á danska FIH bank­ans hafi ríkið tapað allt að 60 millj­örðum ís­lenskra króna. „Lík­lega nem­ur óþarft tap Seðlabank­ans í þessu dæmi um 60 millj­örðum króna. Fer sú upp­hæð hátt upp í kostnað af smíði fyr­ir­hugaðs há­tækni­sjúkra­hús,“ seg­ir Hann­es meðal ann­ars.

Seðlabank­inn hafði vegna neyðarláns­ins til Kaupþings tekið veð í FIH sem var tvö­falt neyðarlán og munu þeir Christian Dy­vig og Fritz Sch­ur, sem keyptu FIH af Seðlabank­an­um, græða stór­fé, m.a. vegna þess að þeir léku á Má, seg­ir Hann­es meðal ann­ars í grein­inni og spyr hvort að þáver­andi rík­is­stjórn hefði ekki átt að beita sér í mál­inu. Þá seg­ir Hann­es að vegna þvingaðrar flýtisölu er­lendra eigna Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaupþings hafi tap­ast 210 millj­arðar króna sem hann seg­ir að hefðu átt að renna óskipt­ar til ís­lenska rík­is­ins en séu nú tapað fé ým­ist vegna hand­vamm­ar eða fólsku bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Heild­artapið sé því 270 millj­arðar króna sem Hann­es seg­ir að hefði mátt koma í veg fyr­ir.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka