Skoðanakúgun ekki lausnin

Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Rósa Braga

„Kyn­frelsi, hinseg­in­fræðsla og umb­urðarlyndi eru sterk­ari málstaðir en svo að þeir krefj­ist skoðanakúg­un­ar til að bera sig­ur af hólmi. Allra versti óvin­ur for­dóm­anna er opin frjáls umræða,“ sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður Pírata, á Alþingi í dag.

Helgi gerði þar að um­fjöll­un­ar­efni sínu fyr­ir­ætlan­ir um hinseg­in­fræðslu í skól­um í Hafnar­f­irði og viðbrögð Gylfa Ægis­son­ar tón­list­ar­manns sem stofnað hef­ur Face­book-síðu gegn þeim hug­mynd­um. Helgi sagði fyr­ir­ætlan­ir Hafn­ar­fjarðarbæj­ar góðar en viðbrögðin við gagn­rýni á þær væri ekki sú að koma í veg fyr­ir að slík­ar skoðanir væru viðraðar held­ur að svara þeim. Skoðun Gylfa á sam­kyn­hneigð væri orðin þjóðþekkt enda ein óvin­sæl­asta skoðunin á land­inu í dag.

„En þrátt fyr­ir full­kom­inn ósig­ur hans í umræðunni nú sem fyrr er strax kom­in fram sú krafa að til­kynna síðu hans sem hat­ursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Face­book, ekki okk­ar. En það er þó fullt til­efni til að mót­mæla slík­um kröf­um. Menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær. Þvert á móti sann­fær­ir þögg­un fólk um það eitt að sam­fé­lagið sé rökþrota. Að fólk sem berj­ist gegn for­dóm­um þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitt­hvað jafn­sjálfsagt og hinseg­in­fræðslu og kyn­frelsi og umb­urðarlyndi,“ sagði Helgi.

Vond­ar skoðanir yrðu að heyr­ast til að hægt væri að tak­ast á við þær. „Með því að þagga niður í óvin­sæl­um skoðunum lok­um við aug­un­um fyr­ir vand­an­um og skilj­um hann eft­ir jafnóút­kljáðan og áður. Börn for­dóma­fulls fólks munu halda áfram að heyra slík­um skoðunum varpað fram á heim­il­inu jafn­vel ef tekið er fyr­ir þær á svæðum eins og Face­book. Mun­ur­inn er sá að á heim­il­inu heyr­ast ekki einnig viðbrögð sam­fé­lags­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert