Vilja semja við Framsýn

Fyrirtækin vilja komast hjá verkföllum og þeim kostnaði sem af …
Fyrirtækin vilja komast hjá verkföllum og þeim kostnaði sem af þeim hlýst. Morgunblaðið/Ómar

„Ef at­kvæðagreiðslan fer eins og ég tel að hún muni fara og að verk­fall verði samþykkt með mikl­um meiri­hluta, þá mun ég taka upp viðræður við fyr­ir­tæki hér á svæðinu sem bíða í röðum eft­ir að fá að ganga frá kjara­samn­ing­um við Fram­sýn,“ seg­ir Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar. At­kvæðagreiðslu Starfs­greina­sam­bands­ins um boðun verk­falls lauk á miðnætti í gær­kvöldi.

Að sögn Aðal­steins hafa fyr­ir­tæki á fé­lags­svæði Fram­sýn­ar að eig­in frum­kvæði haft sam­band við stétt­ar­fé­lagið á und­an­förn­um dög­um og óskað eft­ir fundi til að skrifa und­ir kjara­samn­inga við fé­lagið á grund­velli kröfu­gerðar Fram­sýn­ar. Um­rædd fyr­ir­tæki eru í bygg­ing­ariðnaði, ferðaþjón­ustu og mat­vælaiðnaði að sögn Aðal­steins og vilja þau kom­ast hjá verk­föll­um vegna mik­illa um­svifa sem framund­an eru, m.a. á Þeistareykj­um og í ferðaþjón­ust­unni. Sum þess­ara fyr­ir­tækja standa utan Sam­taka at­vinnu­lífs­ins en önn­ur eru inn­an SA. Í kjöl­far und­ir­rit­un­ar samn­ing­anna mun Fram­sýn af­lýsa verk­falli hjá þess­um fyr­ir­tækj­um.

„Þessi fyr­ir­tæki hafa öll haft sam­band við okk­ur að fyrra bragði og vilja ganga sem fyrst frá kjara­samn­ing­um við fé­lagið vegna fólks sem hjá þeim starfar. Þau vilja alls ekki fá yfir sig verk­föll vegna þeirra brýnu verk­efna sem framund­an eru. Ég á von á því að í fram­haldi af þessu muni mynd­ast þrýst­ing­ur á fleiri fyr­ir­tæki að gera slíkt hið sama,“ seg­ir Aðal­steinn.

Að sögn hans má þó allt eins bú­ast við að SA muni reyna að koma í veg fyr­ir und­ir­rit­un kjara­samn­inga við fyr­ir­tæki sem eru inn­an vé­banda þess en á það verði látið reyna.

Hann seg­ir líka ánægju­legt að for­svars­menn fyr­ir­tækja sem hafa haft sam­band við hann taki und­ir þá meg­in­kröfu fé­lags­ins að lág­marks­laun hækki í 300 þúsund kr. inn­an þriggja ára.

Aðal­steinn ger­ir ráð fyr­ir að gengið verði frá samn­ing­um við þessi fyr­ir­tæki til eins árs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert