15 hlutu jafnréttisviðurkenningu

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna veitti jafnréttisráð í dag fimmtán konum jafnréttisviðurkenningu ráðsins. Er það gert til að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna.

Konurnar 15 sem hlutu viðurkenninguna voru:

Birgitta Jónsdóttir

Birgitta var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Borgarahreyfingarinnar,

Hreyfingarinnar og Pírata.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Guðfríður Lilja var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Samtaka um kvennalista.

Guðrún Helgadóttir

Guðrún var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Sameinaðs Alþingis.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna var fyrsta konan sem gegndi embætti innanríkisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna var fyrsta konan sem gegndi embætti forsætisráðherra og félagsmálaráðherra.

Margrét Frímannsdóttir

Margrét var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Alþýðubandalagsins.

Oddný G. Harðardóttir

Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra.

Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Neðri deildar Alþingis, menntamálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Rannveig Guðmundsdóttir

Rannveig var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar.

Salome Þorkelsdóttir

Salome var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Efri deildar Alþingis og forseta Alþingis.

Sigríður Anna Þórðardóttir

Sigríður Anna var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Siv Friðleifsdóttir

Siv var fyrsta konan sem gegndi embætti umhverfisráðherra.

Svanfríður Jónasdóttir

Svanfríður var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Þjóðvaka.

Valgerður Sverrisdóttir

Valgerður var fyrsta konan sem gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og formanns þingflokks Framsóknarflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert