Í byrjun júní verða opnuð lengstu manngerðu ísgöng í Evrópu á Langjökli í 1260 metra hæð. Mikið er lagt í framkvæmdina og er gert ráð fyrir göngin verði vinsæll áfangastaður ferðamanna. Búið að er breyta tveimur 20 tonna trukkum til að ferja fólk að göngunum og mbl.is fékk að kíkja í kynnisferð um daginn.
Göngin sem verða alls 800 metra löng ná þrjátíu metra ofan í ísinn skammt frá toppi jökulsins og búið er að fjárfesta fyrir rúmar 300 milljónir til að gera verkefnið að veruleika.
Hægt er að fræðast meira um göngin hér en við mælum með því að skoða myndskeiðið hér fyrir ofan til að fá tilfinningu fyrir því hvernig er um að líta ofan í göngunum.