Gefur náttúrupassa upp á bátinn

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra kynnir náttúrupassa
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra kynnir náttúrupassa Skapti Hallgrímsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, (þegar komið var fram á nótt í Melbourne í Ástralíu, þar sem hún er stödd á jarðhitaráðstefnu) að það lægi fyrir að frumvarp hennar um náttúrupassa yrði ekki afgreitt sem lög á þessu þingi og hún hefði engin áform um að leggja frumvarpið fram aftur á næsta þingi.

Ráðherra sagði að leita yrði annarra leiða til þess að tryggja að staðinn yrði vörður um þær náttúruperlur sem væru á forræði ríkisins. „Viðfangsefnið fer ekki frá okkur þótt náttúrupassinn verði ekki að veruleika. Við berum enn ábyrgð á því að uppbygging á innviðum fari fram á ferðamannastöðunum. Þá ábyrgð munum við axla, óháð örlögum þessa frumvarps,“ sagði Ragnheiður Elín. Ráðherra sagði að stjórnvöld yrðu að hugsa uppbyggingu þeirra ferðamannastaða sem ríkið bæri ábyrgð á út frá þeirri ábyrgð.

„Það er það sem við erum að skoða núna og þá fjármögnun sem við verðum að afla til verkefnisins munum við tryggja úr ríkissjóði reynist ekki samstaða um aðrar fjármögnunarleiðir,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert