Kona handtekin fyrir að angra börn

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynnt um ofurölvi konu sem var að angar börn. Hún fannst ekki strax en seinna var tilkynnt um hana að ónáða gesti á veitingastað og var hún vistuð í fangaklefa þar til af henni rennur.

Önnur kona gistir einnig fangageymslu en hringt var til lögreglu og óskað aðstoðar vegna konu sem var í annarlegu ástandi. Hún gisti fangageymslu þar til hún róaðist og það rann af henni.

Tilkynnt um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu þar sem par var að rífast og endaði með að annað þeirra sló hitt. Þrjú börn voru á heimilinu og var málið afgreitt samkvæmt venju, segir í tilkynningu.

Ofurölvi og illa áttaður maður var hlaupandi fyrir bíla við sjóinn í Vesturbænum. Honum stundið í steininn þar af honum rennur og vonandi fæst skýring á hegðun hans ef hún er þá til, segir í tilkynningu frá lögreglu en ekki kemur fram hvenær þetta var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert