Laun á Íslandi þau 7. hæstu í Evrópu

Skapti Hallgrímsson

Útborguð laun á Íslandi umreiknuð í evrur hafa hækkað mikið síðan árið 2009 og voru þau orðin þau sjöundu hæstu í Evrópu við síðustu áramót, samkvæmt hagstofu ESB, Eurostat.

Hagfræðingur segir þetta sýna að Ísland sé ekki láglaunaland. En tekið er fram í frétt Morgunblaðsins að hér er aðeins horft til launatekna. Margt annað hefur áhrif á afkomu fólks á Norðurlöndum.

Bilið milli Íslands og hinna norrænu landanna í launamálum hefur minnkað mikið síðustu ár. Sé litið til launa að teknu tilliti til kaupgetu (PPS) var Ísland í 5. sæti árin 2005 og 2007 en í 14. sæti 2009. Ísland var komið upp í 8. sæti 2013, næst á eftir Þýskalandi, en tölur um kaupgetu í fyrra liggja ekki fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert