Persónuafsláttur skoðaður

Hugmyndir um hækkun og breytingar á persónuafslættinum eru meðal þess …
Hugmyndir um hækkun og breytingar á persónuafslættinum eru meðal þess sem komið hefur óformlega til tals í samtölum viðsemjenda á almenna vinnumarkaðinum og við stjórnvöld um leiðir til að koma kjaraviðræðunum í gang. mbl.is/Golli

Hugmyndir um hækkun og breytingar á persónuafslættinum eru meðal þess sem komið hefur óformlega til tals í samtölum viðsemjenda á almenna vinnumarkaðinum og við stjórnvöld um leiðir til að koma kjaraviðræðunum í gang.

Til tals hefur komið skv. heimildum blaðsins að í tengslum við samkomulag í kjaramálum verði persónuafslátturinn hækkaður um tiltekna upphæð og mögulega yrði einnig gerð sú breyting á skattkerfinu að afslátturinn færi stiglækkandi eftir því sem ofar drægi í tekjustiganum. Engin staðfesting hefur þó fengist frá ríkisstjórninni á þessu. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, staðfestir það eitt að menn hafi velt vöngum yfir hvort og þá með hvaða hætti breytingar á persónuafslætti gætu komið að gagni í viðræðunum en það sé allt mjög óformað.

Af vef ASÍ

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka