Persónuafsláttur skoðaður

Hugmyndir um hækkun og breytingar á persónuafslættinum eru meðal þess …
Hugmyndir um hækkun og breytingar á persónuafslættinum eru meðal þess sem komið hefur óformlega til tals í samtölum viðsemjenda á almenna vinnumarkaðinum og við stjórnvöld um leiðir til að koma kjaraviðræðunum í gang. mbl.is/Golli

Hug­mynd­ir um hækk­un og breyt­ing­ar á per­sónu­afslætt­in­um eru meðal þess sem komið hef­ur óform­lega til tals í sam­töl­um viðsemj­enda á al­menna vinnu­markaðinum og við stjórn­völd um leiðir til að koma kjaraviðræðunum í gang.

Til tals hef­ur komið skv. heim­ild­um blaðsins að í tengsl­um við sam­komu­lag í kjara­mál­um verði per­sónu­afslátt­ur­inn hækkaður um til­tekna upp­hæð og mögu­lega yrði einnig gerð sú breyt­ing á skatt­kerf­inu að af­slátt­ur­inn færi stig­lækk­andi eft­ir því sem ofar drægi í tekju­stig­an­um. Eng­in staðfest­ing hef­ur þó feng­ist frá rík­is­stjórn­inni á þessu. Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri SA, staðfest­ir það eitt að menn hafi velt vöng­um yfir hvort og þá með hvaða hætti breyt­ing­ar á per­sónu­afslætti gætu komið að gagni í viðræðunum en það sé allt mjög óformað.

Af vef ASÍ

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert