Saka Samfylkinguna um rangfærslur

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Viðskiptaráð seg­ir þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa farið með fjöl­marg­ar rang­færsl­ur í álykt­un sem flokk­ur­inn sendi frá sér í gær í tengsl­um við yf­ir­stand­andi kjaraviðræður.

Auk fjöl­margra rang­færslna sé orðalag álykt­un­ar­inn­ar á þann veg að alið sé á óvild í sem mest­um mæli og þannig dregið úr lík­um á lausn kjara­deila.

Í til­kynn­ingu Viðskiptaráðs seg­ir meðal ann­ars að jöfnuður tekna hafi auk­ist ekki minnkað, líkt og haldið er fram. Gini-stuðull­inn, sem mæl­ir samþjöpp­un tekna, stóð í 30 stig­um árið 2009 en hafi lækkað niður í 24 stig árið 2013.

Einnig seg­ir að lægstu laun hafa hækkað um­fram önn­ur laun jafnt og þétt und­an­far­in 25 ár, þvert á það sem Sam­fylk­ing­in full­yrrðir. Kaup­mátt­ur lág­marks­launa hafi auk­ist um 85% frá ár­inu 1990. Á sama tíma hafi kaup­mátt­ur al­mennra launa auk­ist um 40%.

„Barna­fólk með lág­ar tekj­ur færi verst út úr hærri verðbólgu og hækk­un verðtryggðra lána. Barna­fólk er með mun hærri vaxta­byrði af lán­um en aðrir, eða 16% af ráðstöf­un­ar­tekj­um miðað við 11% hjá barn­laus­um (30-60 ára). Þessi mun­ur er enn meiri hjá þeim tekju­lægstu,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert