Í dag fór fram hátíðarathöfn umhverfis- og auðlindaráðherra í tengslum við Dag umhverfisins. Kuðungurinn var veittur og hlaut Landspítalinn þau verðlaun í þetta skiptið. Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla voru svo útnefndir Varðliðar umhverfisins.
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala tók við Kuðungnum úr hendi Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra og nemendurnir í 9. bekk í Lágafellsskóla mætti til þess að veita viðtöku útnefningunni. Þau höfðu tekið þátt í verkefninu Skóli á grænni grein (Grænfánaverkefnið) og mætti Katrín Magnúsdóttir fyrir hönd valnefndarinnar og las upp rökstuðning nefndarinnar fyrir útnefningu bekkjarins.