Verðlaun veitt á degi umhverfisins

Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla.
Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla. Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Í dag fór fram hátíðarathöfn umhverfis- og auðlindaráðherra í tengslum við Dag umhverfisins. Kuðungurinn var veittur og hlaut Landspítalinn þau verðlaun í þetta skiptið. Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla voru svo útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala tók við Kuðungnum úr hendi Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra og nemendurnir í 9. bekk í Lágafellsskóla mætti til þess að veita viðtöku útnefningunni. Þau höfðu tekið þátt í verkefninu Skóli á grænni grein (Grænfánaverkefnið) og mætti Katrín Magnúsdóttir fyrir hönd valnefndarinnar og las upp rökstuðning nefndarinnar fyrir útnefningu bekkjarins.

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans veitti kuðungnum viðtöku.
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans veitti kuðungnum viðtöku. Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert