Vildi loka flugbrautinni sem ráðherra

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, og Kristján Möller þáverandi …
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, og Kristján Möller þáverandi samgönguráðherra - mynd frá því í apríl 2009. mbl.is/Golli

Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það á bloggi sínu að Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem nú vill setja lögbann á framkvæmdir við Hlíðarenda sé sami maðurinn og skrifaði undir samkomulag sem ráðherra um að loka sömu flugbraut og hann óttast nú um.

„Það sem ég ætla að segja í lok­in er að ég harma það mjög að rík­is­valdið, sem er eig­andi að helm­ingn­um að land­inu þar sem Reykja­vík­ur­flug­völl­ur er, skuli ekki hafa kannað það að setja lög­bann á þá fram­kvæmd sem haf­in er þar meðan Rögnu­nefnd­in er að störf­um.“

Þetta sagði Kristján L. Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í gær og vísaði þar til fram­kvæmda sem hafn­ar eru við Reykja­vík­ur­flug­völl um nýt­ingu Hliðar­enda­svæðis­ins sam­kvæmt sam­komu­lagi reykja­vík­ur­borg­ar við Knatt­spyrnu­fé­lagið Val og Val ehf. og störf sér­stakr­ar nefnd­ar und­ir for­mennsku Rögnu Árna­dótt­ur um framtíðarfyr­ir­komu­lag flug­vall­ar­mála í Reykja­vík. 

Kristján sagði málið ekki flokk­spóli­tískt enda væru skipt­ar skoðanir inn­an allra flokka um það og all­ir flokk­ar hefðu ein­hvern veg­inn komið að því. Hon­um þætti hins veg­ar miður að fram­kvæmd­irn­ar væru hafn­ar enda teldi hann það „aðför að hálf­gerðu friðarsam­komu­lagi sem gert var um að all­ir mundu halda í við sig meðan svo­kölluð Rögnu­nefnd væri að vinna.“

Gísli Marteinn ritar á blog sitt: „Gleymum því í bili að þessar framkvæmdir eru jarðvegsframkvæmdir sem hafa nákvæmlega engin áhrif á flugvöllinn. Horfum frekar til þess að þessi sami Kristján Möller skrifaði undir samkomulag við borgarstjóra árið 2009 þar sem segir: „munu samgönguyfirvöld loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli en við það skapast svæði til annarra nota, meðal annars fyrir samgöngumiðstöð“.

Þetta samkomulag frá 2009 vísar meira að segja til samkomulags frá 2005 þar sem annar samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, hafði líka skrifað undir lokun NA/SV brautarinnar. Báðir þessir ráðherrar eru ákafir talsmenn flugvallar í Vatnsmýri, ákafir talsmenn flugöryggis og ákafir talsmenn byggðastefnu ríkisins. Báðir töldu þó fullkomlega áhættulaust að loka þriðju flugbrautinni. Núna kemur Kristján Möller hinsvegar fram og telur að flugöryggi og byggðastefnu í landinu sé stefnt í slíka hættu við jarðvegsframkvæmdir Valsmanna að nauðsynlegt sé að Alþingi og ríkisstjórn fari fram á lögbann! Til hamingju með staðfestuna framsóknar- og flugvallarvinir,“skrifar Gísli Marteinn.

Frétt mbl.is frá 8. apríl 2009

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert