Töskugjöld eru í skoðun hjá Icelandair, en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun upp hvort slíkt gjald verði tekið upp eður ei. Áður hefur komið fram að sjö af þeim sextán flugfélögum sem hingað fljúgi innheimti slík gjöld, en Icelandair hefur hingað til leyft innritun á einni tösku án endurgjalds.
Á vefnum Túristi er haft eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að slíkt gjald sé í skoðun. „Þessi mál eru í stöðugri skoðun og þróun hjá okkur, eins og svo mörgum öðrum flugfélögum, en ákvarðanir hafa ekki verið teknar um breytingar."
Frétt mbl.is: Svona mikið bætist við fargjöldin