Ísland næstbest í heimi

mbl.is/Kristinn

Íslenska þjóðin hopp­ar úr ní­unda og upp í annað sætið yfir ham­ingju­söm­ustu þjóðir heim í ár­legri sam­an­tekt Sustaina­ble Develop­ment Soluti­ons Network fyr­ir Sam­einuðu þjóðirn­ar. 

Sviss trón­ir á toppi list­ans en eins og áður seg­ir er Ísland í öðru sæti. Dan­mörk og Nor­eg­ur fylgja í humátt á eft­ir, þá Kan­ada og Finn­land og loks eru það Hol­land, Svíþjóð, Nýja Sjá­land og Ástr­al­ía sem skipa sér í neðstu sæti topp tíu list­ans. 

Í fimmta neðsta sæti list­ans er Af­gan­ist­an, þar á eft­ir koma Rú­anda og Benín. Þriðju minnstu lífs­ham­ingj­unn­ar njóta íbú­ar Sýr­lands, þá íbú­ar Búrúndí og lokst eru það íbú­ar Tógó sem reka lest­ina.

Ham­ingja þjóða er ákvörðuð út­frá ýms­um þátt­um. Meðal ann­ars er hún met­in út­frá vergri þjóðarfram­leiðslu, fé­lags­leg­um stuðningi, lífs­lík­um, ein­stak­lings­frelsi, gjaf­mildi og upp­lif­un af spill­ingu.

Í skýrsl­unni má lesa að Íslend­ing­ar halda ágæt­lega í við Sviss­lend­inga og eru í raun aðeins um 26 stig­um frá fyrsta sæt­inu. Íslend­ing­ar virðast áber­andi gjaf­mild­ari en Sviss­lend­ing­ar en hins­veg­ar virðast fleiri upp­lifa spill­ingu hér á landi en í Sviss.

Skýrsl­una má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka