Nýr Herjólfur yrði fljótur að borga sig

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. Sigurður Bogi Sævarsson

Ráðgert er að starfsmenn Björgunar hf. hefji í dag eða á morgun dælingu á sandi úr og við Landeyjahöfn. Beðið hefur verið lygnu og hagstæðra skilyrða að undanförnu, en nú virðist hægt að hefjast handa enda eru skipin klár og gott í sjó. Þetta segir Sigurður Áss Grétarsson, verkfræðingur hafnarmála hjá Vegagerðinni.

Ljóst er að nokkurn tíma tekur að opna höfnina, þangað sem Herjólfur hefur ekki komist inn síðan fyrir áramót. Í gær mættu fulltrúar Eyjamanna raunar til Vegagerðarinnar með bakkelsi til að minna á að 150 dagar eru síðan ferjan fór síðast inn í höfnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka