Tæplega 500 bíða nú afplánunar

Á boðunarlista Fangelsismálastofnunar eru nú 500 manns.
Á boðunarlista Fangelsismálastofnunar eru nú 500 manns. Rax / Ragnar Axelsson

Á svokölluðum boðunarlista Fangelsismálastofnunar eru nú 489 einstaklingar. Listinn hefur að geyma einstaklinga sem fengið hafa dóm og bíða eftir afplánun. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að minnsta kosti helming þurfa að afplána refsingu sína í fangelsum en fangelsispláss á landinu séu 165.

Boðunarlistinn hefur lengst gríðarlega síðustu ár. Árið 1998 var listinn sem stystur en þá biðu 33 einstaklingar boðunar. Sú tala var komin í 97 árið 2005 en hélt áfram að vaxa og var orðin 213 árið 2009 og árið 2010 voru þetta 300 einstaklingar. Það er þó ekki nóg að líta einungis til stöðu boðunarlistans heldur þarf að skoða tímalengd fullnustu. Ef litið er til árafjölda sem íslenskir dómstólar eru að dæma fer talan um aldarmótin úr 140 árum í 202 ár. Frá árinu 2000 til 2013 fara árin úr 202 í 423 ár en efnahagsbrotin sem verið var að dæma höfðu mikil áhrif á það. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert