Tóku fyrstu skóflustunguna

Í dag var fyrsta skóflu­stung­an að einu stærsta bygg­ing­ar­verk­efni miðborg­ar­inn­ar fram til þessa tek­in.

 Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, Helgi S. Gunn­ars­son for­stjóri Reg­inn, Gísli Stein­ar Gísla­son  og Guðni Rafn Ei­ríks­son fyr­ir hönd  Land­stólpa þró­un­ar­fé­lags, tóku fyrstu skóflu­stung­una vegna upp­hafs fram­kvæmda við reit eitt og tvö við Aust­ur­bakka í Reykja­vík.

Á reit­un­um eiga að rísa íbúðir og fjöl­breytt hús­næði fyr­ir ýmsa at­vinnu­starf­semi, s.s. versl­an­ir, veit­inga­hús, skrif­stof­ur og þjón­ustu. Auk þess verður byggður bíla­kjall­ari á reitn­um sem verður sam­tengd­ur öðrum bíla­kjöll­ur­um á lóðinni, allt að Hörpu.  Áætlað að sam­eig­in­leg­ur kjall­ari rúmi um 1.000 bíla.

 Fram­kvæmd­araðili er Land­stólp­ar þró­un­ar­fé­lag og er áætlað að fram­kvæmd­um á reitn­um ljúki haustið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert