Engin niðurstaða á kolmunnafundi

Dagana 21.-23. apríl var haldinn strandríkjafundur í Clonakilty á Írlandi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015. Færeyingar boðuðu til fundarins og var hann framhald viðræðna sem hófust í október 2014.  

Engin niðurstaða náðist á milli strandríkjanna um skiptingu hlutdeildar. Á fundinum settu Færeyingar og Evrópusambandið fram sameiginlegar kröfur um stóraukna hlutdeild sér til handa á kostnað strandríkjanna Íslands og Noregs en lögðu þó til að hlutur Rússlands sem úthafsveiðiþjóðar héldist óbreyttur, segir í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Færeyingar hyggjast boða til framhaldsfundar innan næstu tveggja mánaða en fundarstjórn vegna ársins 2016 verður í höndum Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert