Slysið þungbært og kostnaðarsamt

Maðurinn lést í bílslysi á Biskupstungnabraut fyrr í mánuðinum.
Maðurinn lést í bílslysi á Biskupstungnabraut fyrr í mánuðinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hafin er söfnun til styrktar fjölskyldu manns sem lést í bílslysi á Biskupstungnabraut fyrir um hálfum mánuði síðan. Að söfnuninni stendur gistiheimilið Frost og Funi í Hveragerði en maðurinn sem lést starfaði þar. Hann hét Alexandru Bejinaru og var hann kominn hingað til lands til að vinna á gistiheimilinu í eitt ár ásamt unnustu sinni.

Að sögn Elfu Daggar Þórðardóttur, eiganda Frosts og Funa, var Alexandru aðeins búinn að starfa á gistiheimilinu í fimm vikur þegar hann lést. Hún segir að slysið hafi verið fjölskyldu hans og vinum mjög þungbært og kostnaðarsamt. Lendir sá kostnaður mestmegnis á fjölskyldu hans í Rúmeníu en lík mannsins hefur nú verið flutt þangað.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning 586-14-403010, kt. 690708-0940. Reikningurinn hefur verið stofnaður í nafni Frosts og Funa sem mun sjá um millifærslur til fjölskyldunnar. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Banaslys á Biskupstungnabraut

Karlmaðurinn var frá Rúmeníu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert