Svona er Akureyri á 2. degi sumars

Það er fátt sem minnir á sumarið á Akureyri þennan …
Það er fátt sem minnir á sumarið á Akureyri þennan morguninn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Góðan dag - og gleðilegt sum­ar!“ skrifaði blaðamaður mbl.is á Ak­ur­eyri við þessa mynd sem tek­in var í bæn­um í morg­uns­árið. Tölu­verður snjór er á Ak­ur­eyri, nú á öðrum degi sum­ars. Það er élja­gang­ur all­víða á Norður­landi og þar er því víða nokk­ur hálka eða snjóþekja.

Næsta sól­ar­hring­inn er spáð norðaust­an 5-13 m/​s með élj­um á Norður­landi eystra. Það dreg­ur held­ur úr vindi í kvöld og frost verður 1 til 6 stig.

Frétt mbl.is: „Þetta var öm­ur­leg­ur vet­ur“

Spá­in fyr­ir Norður­land eystra næstu daga er þessi:

Á laug­ar­dag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/​s. Él fyr­ir norðan og aust­an, en lengst af þurrt og bjart veður á Suður- og Suðvest­ur­landi. Frost 0 til 8 stig yfir dag­inn, mild­ast sunn­an­til, en sums staðar frost­laust með suður­strönd­inni og lík­ur á stöku élj­um þar.

Á sunnu­dag og mánu­dag:
Norðan 8-13 m/​s víðast hvar. Áfram­hald­andi élja­gang­ur, en þurrt sunn­an­lands. Frost­laust við suður­strönd­ina, ann­ars 0 til 5 stiga frost.

Á þriðju­dag:
Norðlæg átt með élj­um fyr­ir norðan, en ann­ars þurrt. Hiti breyt­ist lítið. 

Á miðviku­dag:
Vest­læg eða breyti­lega átt með skúr­um eða élj­um sunn­an- og suðvest­an­lands, en ann­ars úr­komu­lítið. Hiti 0 til 4 stig vest­an­til, ann­ars 0 til 5 stiga frost.

Á fimmtu­dag:
Útlit fyr­ir frem­ur svala vest­læga átt með skúr­um eða élj­um, en þurrt suðaust­an- og aust­an­lands.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert