18% greiddu ekki skatt

mbl.is/Ómar

Tekju­lægstu 18% fjöl­skyldna og ein­stak­linga greiddu eng­an skatt á ár­inu 2013. Tekju­hæsta tí­und allra fjöl­skyldna hér á landi var á hinn bóg­inn með 32,8% heild­ar­tekna allra ein­stak­linga í land­inu á sama ári og greiddu þess­ar fjöl­skyld­ur 44,7% sam­an­lagðra skatta. Næst­hæsta tí­und tekju­hæstu fjöl­skyldn­anna var með 18% heild­ar­tekna allra fjöl­skyldna í land­inu og skatt­greiðslur þessa hóps voru 20,1% af heild­ar­skatt­greiðslum.

Þetta kem­ur fram í út­tekt í Tí­und, frétta­blaði Rík­is­skatt­stjóra, á skatt­byrði fjöl­skyldna. Alls voru 10% fjöl­skyldna og ein­stak­linga á Íslandi með meira en 13 millj­ón­ir í árs­tekj­ur á ár­inu 2013 og sam­an­lagt með 372,8 millj­arða í heild­ar­tekj­ur. Þetta er 18.531 fjöl­skylda sem hafði tæp­an þriðjung tekna ein­stak­linga í land­inu. Greiddu þess­ar fjöl­skyld­ur 117,5 millj­arða í tekju- og eign­ar­skatta. 1.853 fjöl­skyld­ur voru með meira en 27,5 millj­ón­ir í tekj­ur á ár­inu 2013 en hins veg­ar voru 92.700 fjöl­skyld­ur með minna en 4.311.627 kr. í tekj­ur yfir árið. Fram kem­ur í ann­arri út­tekt á fram­töl­um fyr­ir­tækja í blaðinu að fleiri fyr­ir­tæki voru annaðhvort rek­in með tapi eða á núll­inu á ár­inu 2013 en þau sem rek­in voru með hagnaði en hlut­fall þeirra var 48%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert