273 kvartanir bárust vegna hundahalds í Reykjavík á síðasta ári. Hundaeftirlitsmaður segir dæmi um að hundaeigendur hafi verið kærðir vegna ofbeldis eða hótana þegar sækja þurfti hunda sem ekki var samþykki fyrir í fjölbýli. Aflífa þurfti sex hunda í fyrra eftir að eigendur sóttu þá ekki og ekki fannst heimili fyrir þá á öðrum stað.