Fjallað um #verndumbornin á BBC

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson og Facebook-síða hans Barnaskjól hafa ratað í …
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson og Facebook-síða hans Barnaskjól hafa ratað í erlenda fjölmiðla. Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson og Facebook-síða hans Barnaskjól hafa ratað í erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar um deiluna og reiði margra vegna andstöðu Gylfa við hugsanlegri hinseginfræðslu í hafnfirskum skólum.

Í fréttinni er Gylfi sagður vera vinsæll íslenskur tónlistarmaður sem sé einna helst þekktur fyrir lög sín um íslenska sjómenn. Greint er frá tilraunum hans til að „vernda“ íslensk börn gegn fræðslunni.

Rætt er við Árna Grétar Jóhannsson, formann Samtakanna 78 og segir hann samtökin hafa fundið hjá sér þörf til að mæta skoðunum Gylfa og annarra sem eru sama sinnis. Líkt og kom fram í viðtali við Maríu Rut Kristinsdóttur, varaformann samtakanna, í vikunni hófu Samtökin 78 að tísta undir myllumerkjunum #verdumbornin.

Frétt mbl.is: Snýst um ást og lífshamingju fólks

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka