Undanþágunefnd Dýralæknafélags Íslands samþykkti í gær mjög takmarkaða slátrun á kjúklingum frá búum þar sem dýravelferðarþættir voru komnir að hættumörkum. Um er að ræða 50.000 kjúklinga og tæplega 1.000 kalkúna.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bandalagi háskólamanna (BHM).
Beiðnin barst síðdegis en áður hafði ekki verið óskað eftir undanþágu til slátrunar vegna dýravelferðar. Áður hafði nefndin veitt undanþágu m.a. vegna innflutnings á brjóstamjólk fyrir fyrirbura og nýbura hér á landi.
Frétt mbl.is: Slátrun kemur í veg fyrir dráp