Vilja minnka hlut Íslands

Tillögu ESB og Færeyinga var algjörlega hafnað.
Tillögu ESB og Færeyinga var algjörlega hafnað. mbl.is/Friðþjófur Helgason

Fær­ey­ing­ar og Evr­ópu­sam­bandið (ESB) leggja til að hlut­deild Íslands í kol­munna­veiðinni í N-Atlants­hafi á þessu ári minnki úr 17,63% í 4,8%. Búið er að út­hluta ís­lensk­um skip­um kol­munna­kvóta á grund­velli þess að hlut­ur okk­ar sé 17,63% og skip­in eru byrjuð að veiða.

Þá leggja Fær­ey­ing­ar og ESB til að hlut­ur þeirra í kol­munn­an­um verði sam­tals 83,8% í stað 56,63% eins og verið hef­ur. Þar af var ESB með 30,5% heild­arkvót­ans og Fær­eyj­ar með 26,13%. Þá leggja ESB og Fær­eyj­ar til að hlut­deild Nor­egs minnki úr 25,75% í 11,4% en Rúss­ar haldi óbreytt­um hlut sín­um sem út­hafsveiðiþjóð. Þeir hafa veitt sem svar­ar um 7% af sam­an­lögðum kvóta strand­ríkj­anna. Fyrr­greind til­laga ESB og Fær­ey­inga um kvóta­skipt­ingu kol­munn­ans kom fram á strand­ríkja­fundi um veiðar á kol­munna fyr­ir árið 2015 í Clonakilty á Írlandi 21.-23. apríl.

Til­lögu ESB og Fær­eyja hafnað

„Til­lögu ESB og Fær­ey­inga var al­gjör­lega hafnað,“ sagði Jó­hann Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu. Eng­in niðurstaða náðist því milli strand­ríkj­anna um skipt­ingu hlut­deild­ar í kol­munna á þessu ári.

Jó­hann sagði at­hygl­is­vert að Fær­ey­ing­ar og ESB legðu fram svo rót­tæk­ar breyt­ing­ar á skipt­ingu kol­munna­kvót­ans t.d. í ljósi þess að Norðmenn væru langt komn­ir með að veiða kvóta sinn upp á 25,75%. Auk þess hefðu þeir tekið sér auka­lega á þessu ári 10% kvóta vegna þess að samn­ing­ur­inn um kol­munn­ann væri kom­inn í upp­nám.

„Við Íslend­ing­ar erum bún­ir að setja kol­munna­kvóta fyr­ir þetta ár og höf­um hann eins og við höf­um haft, það eru þessi 17,63%, og veiðum það sem við telj­um að við eig­um að veiða. Það er ekk­ert flókn­ara en það,“ sagði Jó­hann. „Við höf­um ekki samþykkt neitt annað og lát­um þessa til­lögu ekki trufla okk­ur.“

Ekki er ljóst hvað veld­ur þessu sam­krulli ESB og Fær­ey­inga. Ekki eru nema tvö ár síðan ESB setti lönd­un­ar­bann á mak­ríl og síld frá Fær­eyj­um sem refsiaðgerðir vegna mak­ríl­veiða Fær­ey­inga. ESB, Fær­eyj­ar og Nor­eg­ur sömdu svo í fyrra sín á milli um skipt­ingu mak­ríl­kvóta á þessu ári. Nú virðast ESB og Fær­ey­ing­ar kom­in í eina sæng hvað kol­munn­ann varðar.

Fær­ey­ing­ar boðuðu til fund­ar­ins í Clonakilty og var hann fram­hald viðræðna sem hóf­ust í októ­ber í fyrra. Fær­ey­ing­ar hyggj­ast boða fram­halds­fund inn­an næstu tveggja mánaða. Fund­ar­stjórn vegna kol­munna­veiða á næsta ári verður í hönd­um Íslands og tek­ur Ísland við stjórn­artaum­un­um af Fær­ey­ing­um í haust.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka