Marco Evaristti fór frá Íslandi án þess að borga

Strokkur gaus bleiku á föstudag.
Strokkur gaus bleiku á föstudag. Ljós­mynd/face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti

„Ég borgaði ekki,“ seg­ir listamaður­inn Marco Evar­ist­ti en hann hélt af landi brott í morg­un án þess að greiða sekt sem hann fékk frá lög­regl­unni á Suður­landi. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali við mbl.is og seg­ist hann ætla að fara með málið fyr­ir dóm­stóla.

Mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar bár­ust frá tveim­ur lög­reglu­embætt­um eft­ir að greint var frá því að Evarist­ti ætlaði ekki að greiða 100 þúsund króna sekt sem hann fékk fyr­ir að raska nátt­úru Íslands. Foss­ar, hver­ir og aðrar heit­ar upp­sprett­ur, svo og hrúður og hrúður­breiður, 100 m2 að stærð eða stærri njóta sér­stakr­ar vernd­ar í lög­um um nátt­úru­vernd frá ár­inu 1999.

Frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um bár­ust þær upp­lýs­ing­ar í gær­kvöldi að Evarist­ti yrði stöðvaður í Leifs­stöð ef hann gæfi sig ekki fram til lög­reglu vegna sekt­ar­inn­ar. Lög­regl­an á Suður­landi frá sér til­kynn­ingu stuttu síðar þar sem sagði að Evarist­ti væri frjáls ferða sinna og heim­il brott­för af land­inu óháð því hvort hann myndi gera upp sekt­ina áður en hann yf­ir­gæfi landið, eða ekki.

Fagnaði 50 ára af­mæl­inu í yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu 

Þegar mbl.is bar und­ir Evarist­ti hvort lög­regla hefði haft af­skipti af hon­um í Leifs­stöð seg­ir hann svo ekki vera. Hann vissi ekki að umræða hefði farið fram í gær um það hvort ætti að hand­taka ef hann gæfi sig ekki fram til lög­reglu við brott­för. Hann seg­ist ekk­ert hafa fylgst með fjöl­miðlum í gær þar sem hann fagnaði fimm­tíu ára af­mæl­is­degi sín­um. 

„Ég eyddi hluta af deg­in­um í yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni. Þeir voru mjög al­menni­leg­ir,“ seg­ir Evarist­ti um þenn­an und­ar­lega 50 ára af­mæl­is­dag. Hann seg­ist hafa orðið var við umræðuna sem hef­ur farið fram á sam­fé­lags­miðlum um uppá­tæki hans. Marg­ir eru mjög ósátt­ir við gjörn­ing­inn á sama tíma og aðrir segja þetta vera skemmti­legt í ljósi þess að þetta hafi ekki haft skaðleg áhrif á um­hverfið.

Hann seg­ist ekki hafa orðið fyr­ir neinu aðkasti hér­lend­is þrátt fyr­ir sterk­ar skoðanir fólks á uppá­tæk­inu. Hann tel­ur skýr­ing­una vera þá að fæst­ir þekki hann í sjón. Nokkr­ir Íslend­ing­ar báru þó kennsl á hann í gær þegar hann hélt upp á af­mælið á veit­inga­húsi. Hrósuðu þeir hon­um fyr­ir uppá­tækið að hans sögn.

Aðspurður hvort hann hygg­ist snúa aft­ur til Íslands, seg­ir hann að eng­in spurn­ing sé um það. Þá sér­stak­lega í ljósi þess að hann ætli með sekt­ina fyr­ir dóm­stóla.

Mark­mið gjörn­ings­ins var að vekja fólk til um­hugs­un­ar um um­hverfið og ít­rek­ar hann það sem fram hef­ur komið í fyrri frétt­um um að ávaxtalit­ur­inn hafi ekki haft nein skaðleg áhrif á hver­inn, svo vitað sé til, og sé hann nú þegar horf­inn.

Marco Evaristti er listamaðurinn sem lét Strokk gjósa bleiku við …
Marco Evarist­ti er listamaður­inn sem lét Strokk gjósa bleiku við sól­ar­upp­rás á laug­ar­dag. Ljós­mynd/​face­book.com/​​pages/​​Marco-Evar­ist­ti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert