Segir neikvæðnina jákvæða

Sitt sýnist hverjum um uppátæki Marco.
Sitt sýnist hverjum um uppátæki Marco. Ljósmynd/Marco Evaristti

Marco Evaristti setti inn færslu á Facebook síðu sína nú fyrir skömmu þar sem hann segir hörð viðbrögð við gjörningi hans, þar sem hann litaði goshverinn Strokk rauðan, hafi verið jákvæð. Eins og mbl.is hefur greint frá fór Evaristti frá landinu í dag þrátt fyrir að hafa ekki greitt 100 þúsund króna sekt vegna náttúruspjalla.

„Vá-hvílíkt magn neikvæðni, en á jákvæðan hátt því hann sýnir áhyggjur, umhyggju og ást fyrir náttúrunni. Ég fór aldrei til Íslands til að valda eyðileggingu en það gleður mig alltaf þegar listsköpun mín opnar augu og huga þeirra sem hana sjá,“ skrifar Evaristti.

Í færslunni fullvissar hann lesendur um að litarefnið sem hann notaði hafi verið skaðlaus ávaxtalitur og að Strokkur hafi aftur orðið eins og hann á að sér að vera um klukkan 15 sama dag þegar lögregla kom á svæðið.

„Eftir að hafa verið yfirheyrður í gær sektaði lögreglan mig fyrir að eiga við Strokk en þar sem ég trúi ekki að hættulausa, tímabundna inngrip hafi ollið nokkrum skemmdum á goshvernum tel ég að við munum ræða þetta fyrir rétti,“ skrifar Evaristti og biður fylgjendur sína að eiga fallegan dag og passa vel upp á sig, nágranna sína og náttúru.

Wauw - what a lot of negativity, but in a positive way because it shows a concern, care and love for Nature. I never...

Posted by Marco Evaristti on Sunday, April 26, 2015
Marco Evaristti sér ekki eftir inngripinu.
Marco Evaristti sér ekki eftir inngripinu. Ljósmynd/Marco Evaristti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert