Kröfur um 100% hækkun grunnlauna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við meg­um ekki ganga svo langt í jöfnuðinum að það verði eng­inn hvati eft­ir,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra í Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Sagði hann ekki hafa komið til tals að setja lög á þær verk­fallsaðgerðir sem standa yfir. Þá seg­ist hann hafa heyrt kröf­ur um að lág­marks­laun verði að lág­marki 400 og 600 þúsund krón­ur og kröf­ur um allt að 100% hækk­un grunn­launa.

Sagði Bjarni að vænt­ing­arn­ar í kjaraviðræðunum væru mjög mis­jafn­ar. Sagði hann heil­mikið til í kröf­um Banda­lags há­skóla­manna (BHM) að mennt­un væri ekki nægi­lega met­in til launa.

„Við þurf­um að gæta okk­ur að fara ekki þannig fram að við séum sí­fellt að reyna að jafna,“ sagði Bjarni. Sagði hann að þó að marg­ir væru þeirr­ar skoðunar að þessi lota kjaraviðræðna sner­ist um lægstu laun­in, þá þyrfti að ganga frá henni þannig að þetta snú­ist ekki aðeins um þau.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert