Ungir afbrotamenn sinni samfélagsþjónustu

Helgi Hjörvar er meðal flutningsmanna frumvarpsins.
Helgi Hjörvar er meðal flutningsmanna frumvarpsins. Photo: Ó​mar Óskars­son

Fimm þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem veita mun dómurum heimild til að dæma unga afbrotamenn í samfélagsþjónustu. Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15-21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma.

Markmið með umræddri breytingu að hægt verði að veita ungum brotamönnum meira aðhald og þannig mögulega koma í veg fyrir að þeir leiðist á braut frekari afbrota.

Samfélagsþjónusta felur í sér tímabundið ólaunað starf í þágu samfélagsins, svo sem líknar- eða félagsstarf ýmiss konar, sem er unnið utan vinnutíma dómþola, þannig að hann geti stundað atvinnu sína eða nám á meðan og verið virkur þjóðfélagsþegn, segir í frumvarpinu. 

„Það er ljóst að samfélagsþjónusta getur verið heppilegri en óskilorðsbundinn fangelsisdómur fyrir unga afbrotamenn ásamt því að hafa mögulega verulegt uppeldislegt gildi. Mikilvægt er að tryggja að slíkur valkostur sé til staðar fyrir dómstóla landsins í málum sem varða unga brotamenn.

Slíkt væri í samræmi við þróun á Norðurlöndum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á úrræði til að hvetja ungmenni til góðrar hegðunar og leiða unga brotamenn aftur inn á brautir löghlýðni með margs konar stuðningi og eftirfylgni,“ segir í frumvarpinu. 

Hér má sjá frumvarpið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert