Háð, rógur, smánun og ógnun

Samtökin '78 lögðu í morgun fram 10 kærur vegna ummæla einstaklinga sem féllu í síðustu viku í umræðu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Fari málin fyrir rétt eru viðurlögin sektargreiðslur eða fangelsisvist allt að 2 árum. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður samtakanna, segir ummælin sem hafi verið kærð meiða og ganga á rétt hinsegin fólks.

Samtökin telja að ummælin gangi gegn 233 grein A hegningarlaga og Björg Valgeirsdóttir, lögmaður samtakanna, segir að vandlega hafi verið staðið að valinu á þeim ummælum sem voru kærð þau feli í sér háð, róg, smánun og ógnun. 

Hilmar vill ekki segja nákvæmlega hvaða ummæli er verið að kæra eða hvar þau féllu en ummæli sem voru látin falla á Útvarpi Sögu á mánudaginn í síðustu viku hafa vakið t.a.m. mikla athygli en Nútíminn tók saman nokkur þeirra.

mbl.is var á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun og ræddi við Hilmar og Björgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert