„Málinu lokið af hálfu Evrópusambandsins“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

„Ég tel að Evr­ópu­sam­bandið sé að bregðast hár­rétt við bréfi okk­ar. Eins og kem­ur fram í svar­bréf­inu þá taka þeir mið af stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, það er al­veg skýrt, og ætli sér að fara í gegn­um sína ferla. Það þýðir ekk­ert annað að mínu mati en að þeir ætli að bregðast við ósk­um okk­ar.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. Ed­gars Rin­kevics, ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands, hef­ur svarað bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem komið var til Evr­ópu­sam­bands­ins um miðjan mars. Lett­ar fara með for­sætið í ráðherr­aráði sam­bands­ins um þess­ar mund­ir. Fram kom í bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar að Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu að mati stjórn­ar­inn­ar og var óskað eft­ir því að sam­bandið tæki mið af því. Í svar­bréfi Rin­kevics kem­ur fram að tekið sé mið af af­stöðu Íslands. Með hliðsjón af bréf­inu verði til­tekn­ar breyt­ing­ar á verk­ferl­um ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins tekn­ar til skoðunar.

„Ég tel þetta vera staðfest­ingu á því að við séum ekki leng­ur tal­in um­sókn­ar­ríki og mun­um smám sam­an hverfa af þess­um list­um yfir um­sókn­ar­ríki,“ seg­ir Gunn­ar Bragi. Fylgst verði náið með því að það gangi eft­ir en eðli­lega geti það tekið ein­hvern tíma. Hann seg­ist aðspurður ekki hafa átt von á öðrum viðbrögðum enda væri eitt­hvað und­ar­legt ef Evr­ópu­sam­bandið ætlaði ekki að taka mark á ósk­um rík­is­stjórn­ar lands­ins.

„En ég fagna því að þeir ætli sér að virða vilja ís­lenskra stjórn­valda enda ekki við öðru að bú­ast. Þeir hafa alltaf sagt að þeir myndu virða þann vilja. Þetta slær vit­an­lega líka á all­ar vanga­velt­ur um að bréf rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi ekki haft neina þýðingu,“ seg­ir Gunn­ar Bragi enn­frem­ur. Spurður hvort mál­inu sé þar með lokið seg­ist hann líta svo á.

„Ég get ekki túlkað þetta öðru­vísi en svo en að mál­inu sé lokið af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins líkt og raun­in er af okk­ar hálfu. Það eina sem eft­ir stend­ur er að hrinda því í fram­kvæmd að við för­um út af þess­um list­um yfir um­sókn­ar­ríki. Við mun­um að sjálf­sögðu fylgj­ast vel með því.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert