Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja. Þæfingur og skafrenningur er á Þröskuldum. Ófært er í Árneshrepp sem og á Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Lokað er um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs sem þar féll en hreinsun stendur yfir.
Það er víða hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur á Norðurlandi og mokstur stendur yfir á flestöllum aðalleiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Héðinsfirði, Ólafsfjarðarvegi, Tjörnesi og á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.
Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja og snjókoma á flestum leiðum og sumstaðar stórhríð. Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum sem og á Fjarðarheiði og ófært á Fagradal og á Vatnsskarði eystra. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.
Mikið hvassviðri er í Hamarsfirði og sandfok á Suðausturlandi en vegir greiðfærir.
Það er norðan og norðvestan 10-18 m/s, en 15-23 SA-til, austan Öræfa. Snjókoma og skafrenningur N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Dregur úr vindi og ofankomu á morgun og birtir til S- og V-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en hlánar syðst og austast eftir hádegi. Hiti 0 til 5 stig S- og A-til á morgun.
Vegir eru greiðfærir að heita má um allt sunnanvert landið.
Á Vesturlandi eru flestir vegir greiðfærir en ófært er á Bröttubrekku og hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði og í Svínadal.