„Tek ekki þátt í þeim skrípaleik“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég tel að það hafi verið mjög tíma­bært orðið að meta er­lenda áhrifa­valda hruns­ins og þá ekki síst það gríðarlega fjár­hags­lega tjón sem inn­lend­ir aðilar urðu fyr­ir vegna ráðstaf­ana sem tekn­ar voru meðal ann­ars af op­in­ber­um aðilum víða í ná­granna­ríkj­un­um þar sem ís­lensk fjár­mála­fyr­ir­tæki höfðu starf­semi.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á Alþingi í dag um rann­sókn sem fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands vinn­ur að fyr­ir fjár­málaráðuneytið á þætti er­lendra aðila í fjár­málakrís­unni hér á landi. Ráðherr­ann var þar að svara fyr­ir­spurn frá Ró­berti Mars­hall, þing­flokks­for­manni Bjartr­ar framtíðar, sem setti spurn­inga­merki við aðkomu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar stjórn­mála­fræðipró­fess­ors að rann­sókn­inni vegna tengsla hans við Sjálf­stæðis­flokk­inn og spurði um aðdrag­anda þess að samið hafi verið við stofn­un­ina um verkið og hvort öðrum fræðimönn­um hefði boðist það sama.

Bjarni sagði viðfangs­efni rann­sókn­ar­inn­ar vera hluta af því upp­gjöri sem þyrfti að eiga sér stað í kjöl­far banka­hruns­ins. Af þeirri ástæðu hafi hann samið við fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands um að fram­kvæma rann­sókn­ina. Hann bæri ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hvað um­mæli Ró­berts um Hann­es Hólm­stein varðaði sagðist Bjarni ekki telja ræðustól Alþing­is vera rétta vett­vang­inn til þess að vega að fjar­stödd­um ein­stak­ling­um fyr­ir að hafa rang­ar skoðanir að mati Ró­berts.

Ró­bert sagði mik­il­vægt að fjár­málaráðuneytið væri ekki fé­lags­mála­stofn­un fyr­ir fé­laga í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Fjár­mun­irn­ir sem fjár­málaráðuneytið hefði veitt til rann­sókn­ar­inn­ar væru svipaðir og veita ætti til hjálp­ar­starfs í Nepal. Ekki hafi verið að spyrja um það hvort þörf væri á rann­sókn­inni held­ur hvort Hann­es Hólm­steinn væri rétti maður­inn til þess að fram­kvæma hana. Bjarni sagði hins veg­ar kjarna máls­ins vera það gríðarlega tjón sem inn­lend­ir aðilar hafi orðið fyr­ir vegna ráðstaf­ana sem gripið hafi verið til á er­lend­um vett­vangi.

„Það er eins og hátt­virt­ur þingmaður hafi eng­an áhuga á því en það er aðal­atriði máls­ins. Svo geta menn reynt að nota þenn­an ræðustól til þess að vega að mönn­um úti í þjóðfé­lag­inu sem geta ekki komið hingað og varið sig og sett ráðherra eða aðra þing­menn í þá stöðu að gera það bara fyr­ir þá. Ég ætla ekki að taka þátt í þeim skrípaleik með þess­um hátt­virta þing­manni,“ sagði Bjarni enn­frem­ur.

Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.
Ró­bert Mars­hall, þing­flokks­formaður Bjartr­ar framtíðar. Nor­d­en.org/​Heidi Orava
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert