Segir Jón Ásgeir draga upp ranga mynd

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Blaðamaður Frétta­blaðsins gagn­rýn­ir skrif Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar í blaðinu í gær m.a. með þeim orðum að Jón hafi „barmað sér“ yfir því að Hæstirétt­ur hafi ómerkt sýknu­dóm í Aur­um-mál­inu og vísað því aft­ur í hérað. 

„Jón Ásgeir rek­ur þar í nokkru máli hve ótrú­verðugt það sé að sér­stak­ur sak­sókn­ari hafi ekki vitað af því að einn meðdóm­ara í héraðsdómi, Sverr­ir, hafi verið bróðir eins sak­born­inga, Ólafs Ólafs­son­ar,“ skrif­ar Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, blaðamaður, í pistl­in­um Frá degi til dags, á leiðara­opnu Frétta­blaðsins í dag. Fyr­ir­sögn pist­ils­ins er: Að mála með eig­in lit­um.

„Ekki er annað að skilja á Jóni Ásgeiri en að þetta sé ástæðan fyr­ir því að Hæstirétt­ur vís­ar mál­inu aft­ur heim í hérað. „Af hverju er svona rugl í kerf­inu tekið út á okk­ur sem vor­um sýknaðir?“ spyr hann og er nokkuð niðri fyr­ir. Þetta er allt gott og blessað, nema fyr­ir það smá­atriði að Hæstirétt­ur byggði sína niður­stöðu ekki á skorti sér­staks sak­sókn­ara á ætt­fræðiþekk­ingu, held­ur því að Sverr­ir Ólafs­son út­talaði sig um embætti sér­staks sak­sókn­ara. Mögu­lega hent­ar sú mynd sem Jón Ásgeir mál­ar upp af hon­um og hans málstað bet­ur en sú rétta, en hún er engu að síður röng, þótt hún sé máluð með hans eig­in lit­um.“

Kol­beinn skrif­ar svo að kannski sé það skilj­an­legt að maður sem hef­ur verið í dómsal í þrett­án ár að verja sig líti ekki hlut­laus­um aug­um á dóms­kerfið.

„Á grein Jóns Ásgeirs er hins veg­ar ekki annað að skilja en að dóms­kerfið í heild sinni starfi í og með til að koma hon­um í fang­elsi. Ensk­ur máls­hátt­ur seg­ir eitt­hvað á þá leið að ef það geng­ur eins og önd og hljóm­ar eins og önd þá sé lík­leg­ast um önd að ræða. Þann ágæta máls­hátt má heim­færa á væn­i­sýki,“ skrif­ar Kol­beinn.

Hann lýk­ur svo pistli sín­um á þess­um orðum: „Ef Jón Ásgeir vill kenna ein­hverj­um um að Hæstirétt­ur vísaði mál­inu heim í hérað er Sverr­ir Ólafs­son nær­tæk­asti kost­ur­inn. Um­mæl­in sem Hæstirétt­ur bygg­ir niður­stöðu sína á lét hann falla í viðtali við RÚV og þar sakaði hann sér­stak­an sak­sókn­ara um „ör­vænt­ing­ar­full­ar og jafn­vel óheiðarleg­ar aðgerðir“ og ým­is­legt fleira. Sag­an á mögu­lega eft­ir að dæma það sem eitt af verstu viðtöl­un­um, að minnsta kosti hafði það tölu­verðan kostnað í för með sér þar sem nú hefst mála­rekst­ur á ný.“

Frétt mbl.is: Sak­ar Hæsta­rétt um að spila með

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert