Líflegar umræður hafa skapast Facebook, meðal annars á hópi Félags maraþonhlaupara eftir að myndskeiði, sem sýnir þá Arnar Pétursson úr ÍR og Ingvar Hjartarson úr Fjölni taka síðustu beygjuna í Víðavangshlaupi ÍR síðastliðinn fimmtudag, var deilt á Facebook.
Á myndskeiðinu, sem er neðar í fréttinni, má sjá tvö lögreglumótorhjól koma fyrir síðasta hornið, hjólreiðamann sem leiddi hlaupið og því næst Arnar og Ingvar. Sjá má að Arnar fer ekki alveg eftir götunni fyrir hornið, heldur sker hann hornið með því að stökkva yfir steypu sem skilur að akreinarnar í Lækjargötunni.
Frétt mbl.is: Aníta og Arnar sigruðu í ÍR hlaupi
Þess má geta að Arnar var aðeins einni sekúndu á undan Ingvari í mark og spyrja margir sig hvort hann hefði náð að sigra, hefði hann haldið sig við brautina.
Arnar var sýknaður af dómstóli ÍSÍ um ásakanir um svind í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið haust. Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti, kærði úrslitin vegna þess að tveir hjólreiðamenn fylgdu Arnari eftir stóran hluta hlaupsins.
Uppfært kl. 09.48. Framkvæmdarstjóri ÍR sagði að mótshaldarar hefðu tekið þetta atvik fyrir á fundi og er yfirlýsingar að vænta frá þeim síðar í dag. ÍR-ingar leituðu til Frjálsíþróttasambandsins vegna þessa atviks og hvernig ætti að bregðast við því.
Frétt mbl.is: Arnar sýknaður af dómstóli ÍSÍ
Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????
Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015