Þrír kjarasamningar undirritaðir

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Gengið var frá þremur kjarasamningum í dag á félagssvæði Framsýnar. Samningarnir voru undirritaðir og kynntir starfsmönnum viðkomandi fyrirtækja samdægurs og samþykktir samhljóða. Þetta kemur fram á heimasíðu Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

„Starfsmenn lýstu yfir ánægju sinni með nýja kjarasamninginn sem tryggir þeim 35.000 króna hækkun á mánuði auk þess sem það er tryggt að lágmarkslaun verði kr. 300.000 á mánuði árið 2017. Ekki er ólíklegt að skrifað verði undir fleiri kjarasamninga á morgun en viðræður munu standa yfir við tvö fyrirtæki í kvöld og fleiri til viðbótar hafa lýst yfir áhuga fyrir samningaviðræðum við Framsýn,“ segir í frétt á vefsíðunni.

Þar kemur ekki fram um hvaða fyrirtæki er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert