Bjarni tekur upp hanskann

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Styrmir Kári

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að ekki sé of­fram­boð á fólki til að taka upp hansk­ann fyr­ir stjórn­mála­menn og því ætli hann að gera það sjálf­ur, líkt og kem­ur fram á Face­book-síðu hans. 

Hann velt­ir fyr­ir sér hvort hægt sé að mæla heiðarleika fólks með skoðana­könn­un og vís­ar í könn­un MMR þar sem kom fram að 10% þátt­tak­enda töldu Bjarna heiðarleg­an. Spurt var um per­sónu­eigi­leika stjórn­mála­leiðtoga.

„Könn­un MMR fékk þónokkra at­hygli. Fyrst og síðast fyr­ir þá al­mennu fall­ein­kunn sem stjórn­mála­menn fá í henni. Í frétt­um var vitnað fyr­ir­vara­laust til henn­ar, eins og vís­inda­legr­ar könn­un­ar um mann­kosti stjórn­mála­manna sem gæfi rétta og sann­gjarna mynd af stöðunni. Í kjöl­farið komu álits­gjaf­arn­ir og felld­ur þunga dóma yfir stjórn­mála­stétt­inni, eins og nú tíðkast að nefna þá sem hafa ákveðið að helga sig starfi í þágu hags­muna þjóðar­inn­ar. Niðurstaðan: Við eig­um enga leiðtoga. Þess vegna er allt svo öm­ur­legt.

Það eru marg­ar spurn­ing­ar sem vakna við lest­ur þess­ar­ar könn­un­ar. Ein þeirra er: Hvernig er hægt að halda því fram að ein­stak­ling­ar sem hafa sjálf­ir stofnað stjórn­mála­flokk og hlotið kosn­ingu á þing ásamt fjölda þing­manna séu ekki leiðtog­ar, hvort sem þeir hafi fæðst sem slík­ir eða ekki. Og hvað er átt við með þeirri spurn­ingu - að vera fædd­ur leiðtogi? Hvernig fer sú mæl­ing fram og hvenær, ná­kvæm­lega?

En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu sam­an, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í nein­um tengsl­um við al­menn­ing,“ skrif­ar Bjarni.

Frétt mbl.is: 9% telja Sig­mund Davíð heiðarleg­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert