Missir stæðið og selur vagninn

Vagninn sem Jónína hyggst selja.
Vagninn sem Jónína hyggst selja. Af Facebooksíðu Farmers soup

Jón­ína Gunn­ars­dótt­ir, eig­andi Far­mers soup, mun ekki selja súpu úr bíl sín­um í sum­ar líkt og í fyrra vegna breyt­inga á samþykkt Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hún hafði fyr­ir­hugað að selja súp­una áfram í sum­ar en ætl­ar nú að selja bíl­inn og hætta starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins þar sem hún fær ekki stæði til hafa bíl­inn í í sum­ar. Væri hún aft­ur á móti með vagn eru mun fleiri mögu­leik­ar í boði. 

Líkt og mbl.is greindi frá síðasta sum­ar hef­ur mat­ar­vögn­um og bíl­um af öll­um stærðum og gerðum farið fjölg­andi í borg­inni síðustu ár og notið mik­illa vin­sælda. Fólk kem­ur í öll­um veðrum og gæðir sér á kræs­ing­un­um sem boðið er upp á.

Frétt mbl.is: Vagn­ar að er­lendri fyr­ir­mynd

Jón­ína seg­ist hafa kannað málið síðastliðið haust þegar ljóst var að samþykkt­inni yrði breytt en um sum­arið hafði hún fengið stæði til eins árs við Skóla­vörðuholt og selt súpu. Hún átti meðal ann­ars fund með um­hverf­is- og skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar og ræddi við lög­fræðing borg­ar­inn­ar. Þá skrifaði Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bréf til um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs fyr­ir hönd Jón­ínu og spurðist fyr­ir um málið.

Jón­ína seg­ist hafa gert það sem í henn­ar valdi stóð til að hafa áhrif en beðið og vonað í vet­ur samþykkt­in yrði á þann veg að hún fengi að hafa vagn­inn. Um miðjan mars kom í ljós að samþykkt­in stóð óbreytt og því lá fyr­ir að beiðni henn­ar um pláss við Skóla­vörðuholt yrði hafnað þar sem hún er með bíl en ekki vagn.

Bauðst Jón­ína meðal ann­ars til þess að taka vél­ina úr bíln­um þannig að um væri að ræða far­ar­tæki sem þyrfti að draga líkt og vagn, en allt kom fyr­ir ekki. Þarf hún því að yf­ir­gefa stæðið um miðjan maí þegar leyfi henn­ar renn­ur út en aðeins verða mat­vagn­ar en ekki bíl­ar á svæðinu í sum­ar.

Ein­stæðing­ar komu og fengu sér súpu

„Ég er bara kona sem er að reyna að gera eitt­hvað skemmti­legt,“ seg­ir Jón­ína í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir að síðasta sum­ar hafi verið sér­stak­lega skemmti­legt. Mikið hafi verið um Íslend­inga, sér­stak­lega ein­stæðinga sem komu og tóku mat­inn með sér heim og þá hafi súp­an vakið mikla lukku hjá ferðamönn­um.

Jón­ína seg­ist hafa eytt gríðarleg­um pen­ing­um í bíl­inn og lagt áherslu á að gera hann fín­an. Nú standi hún aft­ur á móti uppi með at­vinnu­tæki sem hún sér ekki fram á að geta nýtt og því ætl­ar hún að selja það.

Face­booksíða Far­mers soup

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert