Vita ekki fyrirfram hvað þarf til

Frá samstöðufundi BHM.
Frá samstöðufundi BHM. mbl.is/Golli

„Það svo sem voru tölu­verðar umræður um ein­staka þætti og við ákváðum að hvor um sig myndi aðeins skoða bet­ur í sín­um ranni hvernig hinn brást við. En í sjálfu sér hef­ur ekk­ert gerst í því að leysa deil­una sem slíka.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, en nefnd­in fundaði með samn­inga­nefnd BHM í um fjóra tíma í dag.

Að sögn Gunn­ars er kröfu­gerð BHM enn langt frá ein­hverju sem hægt er að verða við og hann seg­ir að þar hafi ekk­ert verið slegið af ný­lega. Næsti fund­ur í kjara­deil­unni verður hald­inn á mánu­dag kl. 13, en Gunn­ar seg­ir ástæðulaust að binda fólk á fund­um á meðan ekk­ert þokast.

Verður deil­an mögu­lega leyst með öðrum lausn­um en þeim sem snúa að pró­sentu­töl­unni eða erum við að bíða eft­ir því að ann­ar blikk­ar?

„Maður veit svo sem aldrei fyr­ir­fram hvað þarf til,“ seg­ir Gunn­ar. „Þess vegna erum við ein­mitt að reyna að skoða út­frá öðrum flöt­um hvort það eru ein­hver önn­ur atriði sem við get­um tekið upp. En óneit­an­lega er áhersla þeirra á að meta mennt­un­ina sjálf­stætt, hún flæk­ist svo­lítið fyr­ir okk­ur. Því við horf­um á að við séum að ráða fólk til til­tek­inna starfa og það sé starfið sem þurfi að meta til launa. Þannig að það er líka meg­in áherslumun­ur á okk­ur. Auðvitað eru svo­leiðis atriði leys­an­leg ef menn á annað borð setj­ast yfir það. En til þess að setj­ast yfir það þurfa menn að vera sam­mála um hvað það má kosta. Og þar náum við ekki sam­an.“

Hef­ur samn­inga­nefnd­in fengið ein­hverj­ar bend­ing­ar um það frá stjórn­völd­um að það sé vilji til þess að koma til móts við BHM um­fram margum­rædd 3,5%?

„Rík­is­stjórn­in er al­veg staðföst í því að hún ætl­ar ekki að vera sá aðili sem kem­ur verðbólg­unni af stað,“ seg­ir Gunn­ar. „En auðvitað er alltaf horft til þess hvað aðrir eru að gera líka og hvort það sé eitt­hvað sem við get­um nýtt.“

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.
Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert