Erum að koma á þolmörkin

30 sjúklingar í geislameðferð hafa orðið fyrir raski á áætlaðri …
30 sjúklingar í geislameðferð hafa orðið fyrir raski á áætlaðri meðferð. mbl.is/ÞÖK

„Það hefur safnast upp töluverður biðlisti af sjúklingum sem við töldum að þyldu töf sem nam nokkrum vikum. Nú erum við hins vegar að koma á brestipunkt þar sem þeirra sjúkdómur þolir ekki lengri bið,“ segir Garðar Mýrdal, yfirmaður geislaeðlisfræðideildar Landspítalans.

108 geislafræðingar í Bandalagi háskólamanna (BHM) hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl og nú hafa um 30 sjúklingar orðið fyrir raski á áætlaðri geislameðferð.

Garðar segir um viðkvæma meðferð að ræða sem krefjist mikillar nákvæmni og mikilvægt sé að ekki líði langur tími frá því sjúklingur greinist þar til meðferð hefjist. Í verkfallinu starfa tveir geislafræðingar við geislameðferðina, þar sem venjulega eru fimm geislafræðingar að störfum, og tveir í undirbúningi meðferðar, þar sem einnig eru fimm venjulega. „Þarna myndast ákveðinn flöskuháls og ef þetta heldur svona áfram komum við ekki nógu mörgum í gegn til að gæta þess öryggis sem þarf að gæta,“ segir Garðar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert